Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Mánudagur 20. maí 2002 kl. 19:13

Jafntefli í fyrsta leiknum hjá Keflavík

Keflvíkingar gerðu 1-1 jafntefli gegn Fram í fyrstu umferð Símadeildarinnar í knattspyrnu í dag. Adolf Sveinsson kom Keflvíkingum yfir á 38. mínútu með glæsilegu skallamarki og Keflvíkingar leiddu í hálfleik. Það var svo Þorbjörn Atli Sveinsson sem jafnaði leikinn með skalla á 58. mínútu eftir að hafa náð boltanum eftir aukaspyrnu.Leikurinn var mjög jafn, Keflvíkingar voru betri í fyrri hálfleik þar sem Guðmundur Steinarsson fékk tvö dauðafæri en náði ekki að nýta þau. Framarar voru hins vegar sterkari í þeim síðari. Nokkur færi fóru forgörðum hjá báðum liðum og talsvert var um mistök sem er eðlilegt þar sem þetta var fyrsti leikurinn á tímabilinu.
Ágæt mæting var á leikinn en áhorfendur hefðu þó mátt taka meira undir með „stuðningshópnum“ sem mætti með trommur og gjallarhorn og reyndi sitt besta til að hvetja strákana.

VF-maður leiksins: Georg Birgisson varnarmaður Keflvíkinga.
Tilþrif leiksins: „Handboltamarkvarðsla“ Ómars Jóhannssonar í marki Keflvíkinga þegar hann kom í veg fyrir mark frá Fram í síðari hálfleik.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024