Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Jafntefli hjá Víðismönnum í þrettán spjalda leik
Guyon Philips skoraði fyrir Víði og fékk að líta rauða spjaldið í lok leiks. Mynd úr safni Víkurfrétta.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
sunnudaginn 6. september 2020 kl. 15:44

Jafntefli hjá Víðismönnum í þrettán spjalda leik

Víðir og Dalvík/Reynir mættust á Nesfisk-vellinum í dag í afar mikilvægum leik fyrir bæði lið en Víðir í situr í þriðja neðsta sæti 2. deildar á meðan Dalvík/Reynir er í því næstneðsta. Víðismenn náðu í tvígang forystu en gestirnir jöfnuðu á 8. mínútu uppbótartíma.

Það voru Víðismenn sem byrjuðu leikinn betur og komust yfir á 8. mínútu þegar Pawel Grudzinski skoraði úr hornspyrnu en eftir mikinn darraðadans í teig Víðis jafnaði Dalvík/Reynir metin á 30. mínútu.

Guyon Philips kom Víðismönnum aftur yfir með skallamarki eftir hornspyrnu í lok fyrri hálfleiks og staðan því 2:1 þegar flautað var til leikhlés.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Það leit út fyrir að Víðismenn væru að landa mikilvægum sigri en þegar seinni hálfleikur var nánast liðinn fékk Dalvík/Reynir hornspyrnu og úr henni fór knötturinn í hönd leikmanns Víðis og því dæmd vítaspyrna í þann mund sem leikurinn var að renna út. Gestirnir jöfnuðu úr vítinum (90'+8) og grátlegt jafntefli niðurstaðan.

Leikurinn fór fram í afleitu veðri og ekki fór mikið fyrir fallegri knattspyrnu, þeim mun fleiri brot sáust og tólf gul spjöld og eitt rautt fóru á loft.

Víðismenn sitja áfram í tíunda sæti með þrettán stig en Dalvík/Reynir eru í ellefta sæti með níu stig og eiga leik til góða.