Jafntefli hjá Suðurnesjaliðunum
Bæði Njarðvíkingar og Reynismenn gerðu jafntefli í 2. deild karla í knattspyrnu í gær.
Bæði Njarðvíkingar og Reynismenn gerðu jafntefli í 2. deild karla í knattspyrnu í gær. Njarðvíkingar tóku á móti HK á heimavelli og komust gestirnir yfir á 20. mínútu. Þannig var staðan allt þar til Ísak Örn Þórðarson jafnaði fyrir Njarðvíkinga eftir klukkutíma leik. Skömmu síðar skoraði Þórður Rúnar Friðjónsson og kom Njarðvíkingum yfir. Það liðu svo ekki nema rúmar þrjár mínútur þangað til HK hafði akorað á ný og þannig urðu lokatölur leiksins.
Reynsimenn höfðu tapað síðustu sex leikjum áður en þeir fóru í heimsókn til Gróttumanna. Þar tókst hvorugu liðinu að skora og lokatölur því 0-0. Stig í hús hjá Reyni en þeir eru sem stendur í 7. sæti deildarinnar.
Staðan: