Jafntefli hjá Suðurnesjaliðunum
Það voru tveir jafnteflisleikir sem litu dagsins ljós hjá Suðurnesjaliðunum í Símadeild karla í knattspyrnu í kvöld. Grindvíkingar gerðu markalaust jafntefli gegn KA þar sem Akureyrarliðið lá í vörn allan leikinn og skapaði sér ekki eitt einasta færi. Þá gerði Keflavík einnig markalaust jafntefli gegn FH á Kaplakrikavelli. Bæði lið áttu talsvert af færum en ekki tókst þeim þó að setja boltann í netið.Grindvíkingar eru sem fyrr í 3. sæti með 26 stig og Keflvíkingar í 8. sæti með 17 stig þegar tvær umferðir eru eftir.