Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mánudagur 25. ágúst 2003 kl. 19:33

Jafntefli hjá stelpunum í Sandgerði

Vindurinn var báðum liðum erfiður þegar RKV og Sindri mættust í úrslitakeppni 1. deildar kvenna á Sandgerðisvelli sl. laugardag. Heimaliðið var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og eftir 15 mínútur kom Bergey Erna Sigurðardóttir RKV yfir með góðu marki. Í seinni hálfleik snérist taflið og gestirnir sóttu meira. Það var korter liðið af hálfleiknum þegar Jóna Benny Kristjánsdóttir jafnaði metin með glæsilegu skoti. Sindri hélt áfram að sækja en RKV fékk nokkur hættuleg færi í skyndisóknum. Ágústa Jóna Heiðdal átti stórleik í liði RKV, barðist eins og ljón allan leikin og réðu Sindrastúlkur ekkert við hana. Hvorugu liðinu tókst að bæta við marki og endaði leikurinn með 1-1 jafntefli. Það verður því hörkuleikur á Höfn í Hornafirði á þriðjudaginn þegar liðin mætast aftur.

VF-ljósmynd: Úr leik RKV og Sindra á laugardaginn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024