Jafntefli hjá Reynismönnum
Reynir Sandgerði og Þór Akureyri skildu jöfn í gærkvöldi 1-1 í 14. umferð 1. deildar karla í knattspyrnu. Þór hafði 1-5 sigur fyrr í sumar þegar liðin mættust á Sparisjóðsvellinum í Sandgerði en Reynismenn náðu að klóra út stig í gærkvöldi.
Heimamenn í Þór komust í 1-0 á 54. mínútu með marki frá Ármanni Pétri Ævarssyni en Hafsteinn Rúnar Helgason jafnaði metin aðeins tveimur mínútum síðar og þar við sat.
Eftir leik gærkvöldsins eru Reynismenn enn á botni 1. deilar en nú með 8 stig en Þór er í 8. sæti með 13. stig.
14. umferð 1. deildar lýkur í kvöld með tveimur leikjum þar sem Suðurnesjaliðin Njarðvík og Grindavík verða í eldlínunni. Grindvíkingar taka á móti KA á Grindavíkurvelli og Njarðvík tekur á móti Víkingi frá Ólafsvík. Báðir leikirnir hefjast kl. 20:00.
Víðir Garði fær BÍ/Bolungarvík í heimsókn á Garðsvöll í kvöld kl. 20:00 í 3. deild karla og GG heimsækir Snæfell á Stykkishólmsvöll.
Í 1. deild kvenna mætast GRV og FH á Sparisjóðsvellinum í Sandgerði.
VF-mynd/ Jón Örvar - Frá leik Reynis og ÍBV á dögunum.