Jafntefli hjá Njarðvík
Njarðvík mætti Víking Ólafsvík á Njarðtaksvellinum í gær í Inkasso-deild karla í knattspyrnu og urðu lokatölur 1-1 jafntefli.
Víkingur átti klárlega fyrri hálfleikinn en Njarðvík átti hins vegar þann seinni. Víkingur skoraði fyrsta markið og var það Kwame Quee sem skoraði það á 34. mínútu. Njarðvíkingar svöruðu svo fyrir sig og skoraði hann Kenneth Hogg næsta markið á 41. mínútu og jafnaði leikinn.
Gonzalo Zamorano í Víking fékk síðan rautt spjald á 81. mínútu en hann var mjög ósáttur eftir að Brynjar Garðarsson braut á honum.
Njarðvík situr nú í níunda sæti með 10 stig og mætir Selfossi næsta fimmtudag sem er fyrir neðan þá í tíunda sæti með 8 stig.