Jafntefli gegn næst neðsta liði deildarinnar
Keflvíkingar mega þakka fyrir að hafa náð jafntefli gegn Fjölni, næst neðsta liði Pepsideildar karla, í dag þegar liðin áttust við Grafarvoginum.
Keflvíkingar lentu undir, 3-2 en Jóni Gunnari Eysteinssyni tókst að skora jöfnunarmarkið á 76. mínútu.
Símun Samuelssen skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Keflavík á 21. mínútu. Markið var einkar glæsilegt með skoti af 30 metra færi. Aðeins augnabliki síðar tókst Fjölnismönnum að jafna.
Keflvíkingar komust svo yfir aðeins um tveimur mínútum síðar með marki frá Magnúsi S. Þorsteinssyni eftir fyrirgjöf frá Hauki Inga.
Á 39. mínútu komst Jónas Grani Garðarsson einn inn fyrir vörn Keflvíkinga og sendi boltann í netið af öryggi. Staðan var því orðin 2-2 og þannig var hún í hálfleik.
Fjölnismenn komust yfir á 58. mínútu þegar Tómas Leifsson skoraði glæsilegt mark. Keflvíkingar náðu svo að jafna á 76. mínútu með marki Jóns Gunnars og jafntefli 3-3 var staðreynd.
Mikið lánleysi hefur einkennt síðustu leiki Keflvíkinga. Eftir góðan sigur gegn FH í bikarleik liðanna fyrr í sumar hefur lítið sem ekkert gengið upp hjá Keflavíkurliðinu.
---
Mynd úr safni VF