Jafnt í Sandgerði
Leiktíðin í 2. deildinni í knattspyrnu hófst í gær en Reynismenn fengu þá Völsunga í heimsókn. Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli eftir að Sandgerðingar höfðu leitt 2-0 í hálfleik. Ólafur Árni Hall skoraði fyrsta mark Reynismanna eftir 20 mínútur og Rúben Filipe Vasques Narciso jók forystua í 2-0 úr vítaspyrnu rétt áður en flautað var til hálfleiks. Sandgerðingar léku manni færri frá því á 29, mínútu en Magnús Ríkharðsson fékk þá að líta rauða spjaldið. Í seinni hálfleik náðu gestirnir svo að skora tvö mörk en jöfnunarmarkið kom ekki fyrr en á 95. mínútu. Dramatík í Sandgerði og Reynismenn ansi nálægt því að landa sigri þrátt fyrir að leika manni færri meirihluta leiks.