Jafnt í hálfleik í Grindavík
Jafnt er í hálfleik 1-1 í leik Grindavíkur og Keflavíkur í Landsbankadeildinni í knattspyrnu. Jóhann Þórhallsson og Guðmundur Steinarsson gerðu mörkin en Guðmundur skoraði fyrir Keflavík úr vítaspyrnu. Grindvíkingar voru mun ferskari í byrjun en gestirnir frá Keflavík komust hægt og rólega inn í leikinn og hafa átt nokkur góð færi með vindinn í bakið.
Nánar síðar...