Jafnt í Grindavík
Grindavík og Augnablik skildu jöfn, 1-1, þegar liðin áttust við í Inkasso-deild kvenna á Íslandsmótinu í knattspyrnu í Grindavík í kvöld.
Heimakonur komust yfir á 52. mínútu með marki sem Helga Guðrún Kristinsdóttir skoraði en Bergþóra Sól Ásmundsdóttir jafnaði fyrir Augnablik á 71. mínútu.
Grinavík er í 7. sæti deildarinnar með 12 stig eftir tíu umferðir. Þær hafa unnið þrjá leiki í sumar, gert þrjú jafntefli og tapað fjórum viðureignum.