Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Jafnt í Grindavík - Tap hjá Keflavík í Eyjum
Fimmtudagur 8. júlí 2010 kl. 23:03

Jafnt í Grindavík - Tap hjá Keflavík í Eyjum

Grindavík og Selfoss skildu jöfn með einu marki gegn einu í viðureign liðanna í Pepsídeildinni í knattspynu í kvöld á Grindavíkurvelli.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Grindvíkingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og áttu völlinn fyrstu 30 mínútur leiksins. Þeir uppskáru mark á þeirri 23. þegar Grétar Ólafur Hjartarson skoraði snyrtilegt mark eftir sendingu frá Páli Guðmundssyni upp hægri kantinn.

Það var hins vegar engu líkara en Grindvíkingar hafi ekki mætt til leiks í síðari hálfleik. Eftir hvert marktækifærið á fætur öðru hjá Grindavík í fyrri hálfleik, þá var núna sú staða hjá Selfyssingum. Leikurinn lyktaði af yfirvofandi marki og það kom á 57. mínútu þegar Jón Daði Böðvarsson skallaði knöttinn í markið.

Eftir leik kvöldsins eru liðin áfram í sínum sætum eins og fyrir umferðina. Selfoss er í 10. sæti og Grindavík í því ellefta.

Keflavík tapar í Eyjum

Keflvíkingar töpuðu í leik sínum við ÍBV í Eyjum í kvöld, 2:1. Eyjamenn skoruðu sigurmarkið þegar 4 mínútur voru búnar af uppbótartíma.

Andri Ólafsson kom Eyjamönnum yfir á 32. mínútu en Magnús Þórir Matthíasson jafnaði fyrir Keflavík rétt fyrir hálfleik.

Það var síðan Eiður Aron Sigurbjörnsson sem skoraði sigurmarkið í uppbótartíma.

Keflvíkingar fengu sex gul spjöld í leiknum í kvöld og Guðjón Árni Antoníusson fékk brottvísun undir lok leiksins.

Ljósmyndir: Hilmar Bragi Bárðarson - fleiri myndir í myndasafni í fyrramálið!