Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Jafnt í grannaslagnum
Fimmtudagur 27. apríl 2006 kl. 11:02

Jafnt í grannaslagnum

Nágrannaliðin Víðir og Reynir skildu jöfn, 1-1, í síðasta leiknum í deildarbikarnum í knattspyrnu á mánudag. Leikurinn var opinn og fjörugur og fór fram á Garðskagavelli þar sem sólin lét í sig glitta með snjókomu inn á milli.

Gunnar Davíð Gunnarsson kom Reynismönnum yfir á 66. mínútu en Atli Rúnar Hólmbergsson jafnaði metin úr vítaspyrnu tveimur mínútum síðar. Ekta grannaslagur sem endaði með jafntefli.

Reynismenn luku keppni í deildarbikarnum í neðsta sæti riðilsins en Víðismenn höfnuðu í 4. sæti.

VF-myndir/ Guðmundur Rúnar

 


 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024