Jafnt í Garðabæ
Keflavíkurstúlkur gerðu í gærkvöld jafntefli við Stjörnuna í Garðabæ, 2-2, í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu. Tvívegis komust Keflvíkingar yfir með mörkum Guðrúnar Ólafar Olsen en Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir svaraði jafnan að bragði fyrir Stjörnustúlkur. Eftir leikinn eru Keflvíkingar í fimmta sæti deildarinnar með fimm stig, en Stjarnan er í því þriðja með átta stig.