Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Jafnt í botnslagnum
Fimmtudagur 24. júlí 2014 kl. 23:19

Jafnt í botnslagnum

Myndir frá Suðurnesjaslag Reynis og Njarðvíkur

Reynir og Njarðvík skildu jöfn í botnslag 2. deildar í knattspyrnunnar í kvöld á N1-vellinum í Sandgerði. Lokatölur voru 1-1 en markalaust var í hálfleik.

Njarðvíkingar komust yfir með marki frá Birni Axel Guðjónssyni á 67. mínútu. Njarðvíkingar þurftu nauðsynlega á sigrinum að halda en Sandgerðingar sóttu af krafti eftir mark gestanna. Á 80. mínútu komst varamaðurinn Birkir Freyr Sigurðsson í ákjósanlegt færi og skoraði laglega framhjá Aroni Elís í marki Njarðvíkinga og jafnaði fyrir heimamenn. Mikil barátta var í leiknum en bæði lið ætluðu sér stigin þrjú. Sandgerðingar misstu mann af velli með rautt spjall þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Njarðvíkingar eru líklega svekktari með úrslitin þar sem staða þeirra er ansi svört í deildinni. Þeir sitja á botni deildarinnar með sex stig á meðan Sandgerðingar eru með níu stig í því næstneðsta.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Björn Axel skorar mark Njarðvíkinga í leiknum.