Jafnt hjá Val og Keflavík
Valur og Keflavík skildu jöfn 2-2 í leik dagsins í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. Keflvíkingar komust í 2-0 í fyrri hálfleik með mörkum frá Þórarni Kristjánssyni og Baldri Sigurðssyni en Hafþór Ægir Vilhjálmsson skoraði fyrir Val á 58. mínútu og það var svo Daníel Hjaltason sem jafnaði fyrir Valsmenn skömmu fyrir leikslok. Valsmenn eru í öðru sæti deildarinnar en Keflavík í þriðja.
Nánar um leikinn síðar...