Jafnt hjá Reynismönnum í rigningunni
Reynismenn gerðu jafntefli við KV í leik liðanna í 3. Deild Íslandsmótsins í knattspyrnu í Sandgerði. Lokatölur urðu 2-2 í hörku leik.
Gestirnir náðu forystu á 4. mínútu en heimamenn létu það ekki á sig fá og jöfnuðu þremur mínútum síðar þegar Gauti Þorvarðarson skoraði. Staðan jöfn í hálfleik en fljótlega í þeim síðari kom Björgólfur Takefusa KV yfir á 54. mínútu. Sandgerðingar héldu áfram að berjast og uppskáru gott jöfnunarmark þegar Theodór Guðni Halldórsson skallaði boltann í markið.
Reynismenn undir stjórn Haraldar Guðmundssonar eru í 5. sæti með 18 stig og í ágætum málum í deildinni.
Reynismenn fagna jöfnunarmarkinu. Theodór nr. 11 skoraði.