Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Jafnt hjá Reyni og Njarðvík
Laugardagur 15. september 2007 kl. 17:32

Jafnt hjá Reyni og Njarðvík

Reynir og Njarðvík skildu jöfn að skiptum í rennblautum fallbaráttuslag í 1. deildinni í knattspyrnu í dag, 1-1. Leikurinn fór fram á Sparisjóðsvellinum í Sandgerði.

Árni Freyr Guðnason kom heimamönnum yfir í fyrri hálfleik, en Aron Már Smárason jafnaði metin í þeim seinni.

Rétt fyrir hálfleik var Reynismanninum Hirti Fjelsted vikið af velli. Mikil rigning var í Sandgerði í dag og afar erfiðar aðstæður til knattspyrnuiðkunar.

 

Liðin eru enn í mikilli fallhættu, en eitt stig skilur þau að í 10. og 11. sæti deildarinnar.

 

Sjá stöðuna í deildinni

 

VF-mynd/Þorgils: Eitt af fáum tilþrifum sem sáust í leiknum. Sverrir Þór Sverrisson gefur hælsendingu á Franz Elvarsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024