Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Jafnt hjá Njarðvíkingum
Föstudagur 19. júlí 2013 kl. 09:42

Jafnt hjá Njarðvíkingum

Njarðvíkingar og Afturelding gerðu 1-1 jafntefli í 2. deild karla í knattspyrnu í gærkvöldi. Afturelding komst yfir snemma leiks og í fyrri hálfleik voru þeir mun sterkari aðilinn í leiknum. Sama var uppi á teningnum í síðari hálfleik og voru gestirnir meira með boltann þrátt fyrir að Njarðvíkingar hafi átt sín hættulegu færi.

Það var svo á lokamínútu leiksins sem markahrókurinn Guðmundur Steinarsson skoraði glæsilegt mark með föstu skoti beint úr aukaspyrnu og bjargaði stigi fyrir heimamenn. Njarðvíkingar eru í 9. sæti 2. deildar eftir jafnteflið þegar mótið er rétt rúmlega hálfnað.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Guðmundur Steinarsson skoraði mark Njarðvíkinga.

Bakvörðurinn Ísleifur Guðmundsson í fínu færi. Skotið fór yfir markið.