Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Jafnt hjá Grindavík og Keflavík
Sunnudagur 28. júní 2009 kl. 23:20

Jafnt hjá Grindavík og Keflavík

Grindavík og Keflavík skildu jöfn, 1:1, í Suðurnesjaslag í úrvalsdeild karla í knattspyrnu, Pepsi-deildinni á Grindavíkurvelli í kvöld. Magnús S. Þorsteinsson kom Keflavík yfir úr vítaspyrnu en Jósef K. Jósefsson jafnaði fyrir Grindavík.

Keflvíkingar eru nú í 3. sæti deildarinnar með 18 stig en þeir hefðu komist í annað sætið með sigri. Grindvíkingar eru áfram í 9. sætinu, nú með 8 stig.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Jósef K. Jósefsson skora jöfnunarmark Grindavíkur í leiknum.

VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson


Nánar um leikinn í fyrramálið ásamt ljósmyndasafni...

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024