Jafnt hjá Grindavík - Tap hjá Keflavík
Grindavík og Breiðablik skildu jöfn, 1-1, á Íslandsmótinu í Pepsi-deild karla í knattspyrnu. Leikurinn fór fram í gær á Kópsavogsvelli.
Heimamenn komust í forystu á 33. mínútu en Grindvíkingar jöfnuðu leikinn á 74. mínútu með marki William Daniels.
Keflvíkingar biðu lægri hlut gegn Fylki, 1-2, sl. föstudag en leikurinn fór fram á Nettóvellinum í Keflavík.
Fylkismenn komust yfir á 54. mínútu en Keflavík jafnaði fjórum mínútum síðar með sjálfsmarki markvarðar Fylkis. Gestirnir skoruðu svo sigurmark leiksins á 83. mínútu.
Ómar Jóhannsson, aðstoðarþjálfari Keflavíkur, fékk rautt spjald í leiknum.
Grindavík er sem stendur í 6. sæti deildarinnar með 25 stig en Keflvíkingar eru sem fyrr á botninum með 4 stig og fallnir.