Jafnt hjá feðgunum
Reynir og Afturelding skildi jöfn 2-2 í 2. deild karla í knattspyrnu í gær. Leikurinn fór fram í Sandgerði en hann var sérstakur fyrir þær sakir að feðgarnir Atli Eðvaldsson og Egill Atlason voru að stýra liðunum sem mættust. Egill er þjálfari Sandgerðinga en hann tók við keflinu af föður sínum sem þjálfaði Reynismenn í fyrra.
Þeir Tómas Karl Kjartanssson og Viktor Jónsson skoruðu mörk Reynismanna í leiknum. Reynismenn eru með fimm stig í 10. sæti deildarinnar eftir leikinn.