Jafna Íslandsmeistararnir um metin gegn ÍR?
Tólfta umferð í Iceland Express deild karla í körfuknattleik hefst í kvöld með fjórum leikjum sem allir verða leiknir kl. 19:15. Njarðvíkingar freista þess að jafna um metin gegn ÍR sem slógu Íslandsmeistarana út úr Lýsingarbikarnum í fyrstu umferð.
Njarðvíkingar eru á toppi deildarinnar með 18 stig rétt eins og KR og Snæfell sem mætast í Stykkishólmi í kvöld. ÍR er í 7. sæti deildarinnar með átta stig og hafa átt upp og niður tímabil með t.d. sigurleiki gegn Njarðvík en hafa svo verið að tapa dýrmætum stigum gegn liðum neðar í töflunni. Leikur ÍR og Njarðvíkur fer fram í Ljónagryfjunni í kvöld.
Aðrir leikir umferðarinnar
Hamar/Selfoss-Þór Þorlákshöfn
Tindastóll-Haukar
Snæfell-KR
Njarðvíkingar eru á toppi deildarinnar með 18 stig rétt eins og KR og Snæfell sem mætast í Stykkishólmi í kvöld. ÍR er í 7. sæti deildarinnar með átta stig og hafa átt upp og niður tímabil með t.d. sigurleiki gegn Njarðvík en hafa svo verið að tapa dýrmætum stigum gegn liðum neðar í töflunni. Leikur ÍR og Njarðvíkur fer fram í Ljónagryfjunni í kvöld.
Aðrir leikir umferðarinnar
Hamar/Selfoss-Þór Þorlákshöfn
Tindastóll-Haukar
Snæfell-KR