Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ivey farinn út: Halldór og Ragnar hætta
Þriðjudagur 24. apríl 2007 kl. 08:52

Ivey farinn út: Halldór og Ragnar hætta

Bandaríkjamaðurinn Jeb Ivey hefur að öllum líkindum leikið sinn síðasta leik á Íslandi. Ivey hefur síðustu tvö tímabil leikið með körfuknattleiksliði Njarðvíkur og varð hann Íslandsmeistari með liðinu á síðustu leiktíð og þá stjórnaði hann leik Njarðvíkinga í vetur og tók með þeim við silfurverðlaununum eftir 3-1 tap gegn KR í úrslitarimmunni.

 

Ivey er nú kominn til Þýskalands þar sem hann er í prufu hjá Ulm en landsliðsmennirnir Logi Gunnarsson og Fannar Ólafsson hafa báðir verið á mála hjá Ulm. Ivey gerði tveggja ára samning við Njarðvík sem rann út í ár og var það vitað að hugur hans lægi til stærri deilda í Evrópu. Ivey gerði 19,5 stig að meðaltali í leik með Njarðvíkingum í vetur. Þá er víst að þeir Ragnar Ragnarsson og Halldór Karlsson verða ekki með Njarðvíkingum á næstu leiktíð. Ragnar hefur lagt skóna á hilluna en Halldór heldur til náms í Danmörku.

 

,,Flestir aðrir íslenskir leikmenn hafa gefið vilyrði um það að vera áfram hjá liðinu en málefni erlendra leikmanna verða skoðuð þegar búið er að ganga frá samningum við íslensku strákana en verið er að vinna í því þessa dagana,” sagði Ásgeir Guðbjartsson, varaformaður KKD UMFN í samtali við Víkurfréttir.

 

[email protected]

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024