Ivey áfram hjá Njarðvík
Bandaríski leikstjórnandinn Jeb Ivey verður áfram með Íslandsmeisturum Njarðvíkur á næstu leiktíð. Ivey samdi nýlega við Njarðvíkinga til eins árs í viðbót og er því væntanlegur til Íslands í ágúst til að taka þátt í undirbúningstímabilinu með Njarðvíkingum.
Jeb hélt í dag til Bandaríkjanna þar sem hann mun dvelja í sumar en Ivey var einn af máttarstólpum Íslandsmeistaranna með 24,2 stig að meðaltali í leik.
Jeb hélt í dag til Bandaríkjanna þar sem hann mun dvelja í sumar en Ivey var einn af máttarstólpum Íslandsmeistaranna með 24,2 stig að meðaltali í leik.