Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ivan Jugovic og Heimir Daði Hilmarsson þjálfa GG
Þriðjudagur 4. desember 2018 kl. 08:48

Ivan Jugovic og Heimir Daði Hilmarsson þjálfa GG

Ivan Jugovic og Heimir Daði Hilmarsson ætla í sameiningu að stýra GG í 4.deildinni næsta sumar. GG hefur verið með lið í 4.deildinni síðustu 3 tímabil og hefur verið að þróa samstarf með Grindavík, m.a. með sameiginlegu liði Grindavíkur og GG í 2.flokki.
 
Heimir Daði stýrði liðinu síðasta sumar og endaði liðið í 4.sæti C riðils með 24 stig, undir hans stjórn. 
 
Stjórn GG er afar ánægð með þessa ráðningu og er stefnt að því að halda áfram að bæta árangur liðsins milli ára, segir í tilkynningu.
 
Meðfylgjandi mynd var tekin við undirskrift, frá vinstri eru Heimir Daði Hilmarsson, Haukur Guðberg Einarsson formaður og Ivan Jugovic.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024