ÍÞRÓTTIR FYRIR ALLA ÚR SUMARFRÍI
Þá er komið haust og starfsemi Íþróttir fyrir alla að fara í gang eftir sumarhlé.Síðasta starfsár var frekar rólegt fyrir utan göngu- og skokkhópinn okkar sem var fjölmennur að vanda. Eins og áður lauk göngu- og skokkhópurinn árinu með hinni árlegu horgöngu og var að þessu sinni gengið um Bergið og endað á Kaffi DUUS þar sem snædd var súpa í brauðhleif nammmm!. En áður en snætt var höfðu eigendur hvalaskoðunarskipsins boðið hópnum í óvænta siglingu undir Bergið. Göngu- og skokkhópurinn okkar verður á sínum stað kl. 17:30 til 18:30 á mánudögum og miðvikudögum. Tímarnir byrja mánudaginn 13 sept. nk. og munu Anna Lea og Brói sjá um þjálfunina. Áætlað er að hafa fyrirlestur um bakmeiðsli og endurhæfingu/þjálfun í haust.Félagsmenn fá 20% afslátt í LífsstílStjórn ÍFA hefur gert samning við Lífsstíl um 20% afslátt á kortum hjá staðnum og þurfa félagar ÍFA að framvísa félagsskírteini til að fá afsláttinn. Hægt verður að nálgast félagsskírteini fyrir komandi starfsár í gönguhópnum gegn frámvísun greiðslukvittunar gíróseðils eða gegn staðgreiðslu. Félagsgjaldið verður kr. 1000.- eins og undanfarin ár.Starfsár ÍFA er frá 1. september ár hvert til 31. maí næsta ár á eftir.