Íþróttaþing í Reykjanesbæ: Rúm 70% barna á skólaldri stunda íþróttir
Alls 70,5% barna og unglinga á grunnskólaaldri í Reykjanesbæ leggja stund á íþróttir. Þetta kom fram kom á íþróttaþingi sem haldið var um helgina af Reykjanesbæ og Íþróttabandalagi Reykjanesbæjar.
1490 börn og unglingar 16 ára og yngri stunduðu íþróttir í Reykjanesbæ á tímabilinu 1. september 2005 - 1. september 2006. 1259 einstaklingar af 1786 á grunnskólaaldri æfðu íþróttir eða 70,5%.
Hæst hlutfall barna í íþróttum er í 2. bekk eða 89,83%.
Á íþróttaþinginu var m.a. fjallað um helstu verkefni sem framundan eru í uppbyggingu íþróttamannvirkja, helstu áherslur í barna- og unglingastarfi, hlutverk foreldra og birtar tölur um fjölda íþróttaiðkenda í Reykjanesbæ.
Að loknum erindum hófst umræða í málstofum um efni fyrirlesara. Að lokinni samantekt á þeirri umræðu verður boðað til samráðsfundar þar sem helstu áherslur verða kynntar en gert er ráð fyrir að íþróttaþing verði hér eftir haldið árlega og þá í tengslum við aðalfund Íþróttabandalags Reykjanesbæjar.
Af rnb.is
1490 börn og unglingar 16 ára og yngri stunduðu íþróttir í Reykjanesbæ á tímabilinu 1. september 2005 - 1. september 2006. 1259 einstaklingar af 1786 á grunnskólaaldri æfðu íþróttir eða 70,5%.
Hæst hlutfall barna í íþróttum er í 2. bekk eða 89,83%.
Á íþróttaþinginu var m.a. fjallað um helstu verkefni sem framundan eru í uppbyggingu íþróttamannvirkja, helstu áherslur í barna- og unglingastarfi, hlutverk foreldra og birtar tölur um fjölda íþróttaiðkenda í Reykjanesbæ.
Að loknum erindum hófst umræða í málstofum um efni fyrirlesara. Að lokinni samantekt á þeirri umræðu verður boðað til samráðsfundar þar sem helstu áherslur verða kynntar en gert er ráð fyrir að íþróttaþing verði hér eftir haldið árlega og þá í tengslum við aðalfund Íþróttabandalags Reykjanesbæjar.
Af rnb.is