Íþróttaskóli barnanna í Sandgerði
Í haust hefur verið starfræktur íþróttaskóli barnanna í Íþróttamiðstöðinni í Sandgerði og hafa námskeiðin verið undir stjórn Guðmundar Gunnarssonar íþróttakennara. Tímarnir eru klukkan 10 á laugardagsmorgnum og koma krakkarnir í fylgd foreldra sinna. Í 45 mínútur hamast þau í íþróttasalnum við leiki og æfingar. Næsta laugardag er síðasti tíminn fyrir jól og eru gestir sérstaklega velkomnir. Íþróttaskóli barnanna í Sandgerði fer í nokkurra vikna jólafrí og hefjast næstu námskeið síðari hluta janúarmánaðar.
VF-ljósmynd: Sunna Líf sveiflar sér í hringjunum með aðstöð föður síns.
VF-ljósmynd: Sunna Líf sveiflar sér í hringjunum með aðstöð föður síns.