Íþróttamiðstöðin verður Nesfiskhöllin
Nýlega gerði Körfuknattleiksdeild Reynis samning við Nesfisk og Ásberg til fjögurra ára. Í samningnum fólst að Íþróttamiðstöð Sandgerðis bæri einnig nafnið Nesfiskhöllin, búningar meistaraflokks verða merktir Nesfisk, eins sem merki fyrirtækisins hefur verið sett á gólf Nesfiskhallarinnar. Einnig má nefna að í haust var tekinn í notkun einstaklega glæsilegur körfuboltavöllur við Grunnskólann í Sandgerði þar sem vaskir liðsmenn meistaraflokks aðstoðuðu við uppsetninguna.