Íþróttamenn íþróttagreina í Reykjanesbæ 2010
Akstursíþróttamaður Reykjanesbæjar 2010 - Jón Bjarni Hrólfsson
Íslandsmeistari sem ökumaður í Rally annað árið í röð. Sigur í 4 keppnum á árinu og einu sinni annað sætið. Tilnefndur til Akstursíþróttarmanns ársins hjá ÍSÍ/Lía
Badmintonmaður Reykjanesbæjar 2010 - Pétur Loftur Árnason
Pétur hefur tekið miklum framförum á árinu var einn öflugasti badmintonspilari badmintondeildar Keflavíkur í ár. Góð fyrirmynd öðrum iðkendum.
Fimleikamaður Reykjanesbæjar 2010 - Helena Rós Gunnarsdóttir
Helena Rós var með hæsta meðaltal stiga hjá Fimleikadeild Keflavíkur, eftir mót ársins og í október náði hún . Sæti í sínum flokki á Haustmóti Fimleikasambandsins. Öflug fimleikastúlka þar á ferð.
Handknattleiksmaður Reykjanesbæjar 2010 - Theodór Sigurbergsson
Theodór hefur hann sýnt ótrúlega miklar framfarir þessi 2 ár sem handboltinn hefur verið iðkaður hér í bæ og er mikið efni. Hann hefur fljótt tileinkað sér tæknileg atriði og útsjónarsemi, og það er vel við hæfi að þessi ungi efnilegi maður hljóti þessi verðlaun sem iðkar handbolta hjá þessu unga félagi, Handknattleiksfélagi Reykjanessbæjar.
Hestaíþróttamaður Reykjanesbæjar 2010 - Sunna Sigríður Guðmundsdóttir
Meðal afreka Sunnu er
6. sæti í Tölti á ÍS-mót í Fák
2. sæti Fimmgangur – Framhaldsskólamót
3. sæti í fimmgang og 4 sæti í 4-gang á Gullmóti
Vann B-úrslitin á Suðurlandsmóti og var í 5 sæti í A-úrslitum í 4-gang sama móts
Náði 2. og 3. sæti á vetrarmótum Mána.
Til fyrirmyndar í öllu sem hún getir hjá Mána og góður félagsmaður.
Hnefaleikamaður Reykjanesbæjar 2010 - Hafsteinn Smári Óskarsson
Íslandsmeistari í Léttmillivigt U17 (70 kg). Án efa einn af efnilegustu hnefaleikamönnum mannsins.
Íþróttamaður fatlaðra í Reykjanesbæ 2010 – Jóhann Rúnar Kristjánsson
Jóhann var margfaldur íslandsmeistari á árinu.
Í tvíliðalek karla ísl. Mót ÍF
Sitjandi flokkur karla ísl. Mót ÍF
Opinn flokkur karla ísl. Mót ÍF
Í 1. Flokki karla ófatlaðra
Jóhann náði lágmarki til að keppa á Heimsmeistaramót í borðtennis fatlaðra sem fram fór í Kóreu í október á þessu ári. Þar atti Jóhann kappi við bestu íþróttamenn í heimi í hans flokki. Það eitt og sér að hafa unnið sér inn þátttökurétt er mikið afrek.
Knattspyrnumaður Reykjanesbæjar 2010 – Haraldur Freyr Guðmundsson
Haraldur var íslandmeistari með Keflavík, Mfl karla Futsal innanhússknattspyrnu. Hann var besti leikmaður mfl karla árið 2010 og fyrirliði liðsins. Valin í lið ársins hjá Morgunblaðinu 2010. Valin í A-landslið í sumar í leik gegn Andorra í júní.
Kylfingur Reykjanesbæjar 2010 - Karen Guðnadóttir
Meðal afreka Karenar á árinu:
Íslandsmeistari í höggleik stúlkna 16-18 ára
Íslandsmeistari í holukeppni 16-18 stúlkna
Var í afrekshóp Golfsambands Íslands árið 2010
Stigameistari stúlkna í flokki 16-18 ára, vann það með yfirburðum
stigameistari í þessum flokki er sá sem stendur sig best í 6 mótum á hverju ári, inn í þessum sex mótum eru bæði íslandsmeistaramót í höggleik og í holukeppni.
Körfuknattleiksmaður Reykjanesbæjar 2010 - Hörður Axel Vilhjálmsson
Hörður var lykilleikmaður Keflavíkurliðsins í mfl. Karla á síðasta tímabili og var liðið hársbreidd frá Íslandsmeistaratitli.
Hörður Axel var valin í Stjörnulið KKÍ fyrir hönd landsbyggðarinnar á dögunum.
Gríðarlega mikill keppnismaður og góð fyrirmynd.
Lyftingamaður Reykjanesbæjar 2010 - Ragnar Axel Gunnarsson
Þrefaldur íslandsmeistari á árinu.
Íslandsmótið í bekkpressu
Íslandsmeistaramótið í kraftlyftingum
Íslandsmeistaramótið í réttstöðulyftu
Öflugur liðsmaður í öflugu liði Massa sem hefur farið hamförum á þessu ári.
Skotmaður Reykjanesbæjar 2010 - Bára Gunnlaugsdóttir
1. verðlaun í fyrsta SKEETmóti sem haldið hefur verið á Íslandi þar sem aðeins konur keppa.
Bára var eini keppandi Skotdeildar Keflavíkur sem náði að vinna til verðlauna árið 2010 í utanfélagskeppni hjá félaginu.
Sundmaður Reykjanesbæjar 2010 – Jóna Helena Bjarnadóttir
Jóna Helena hlaut á árinu 739 FINA stig fyrir 400 metra fjórsund í 25 metra laug á IM25 og er það jafnframt stigahæsta sund sundmanns Keflavíkur á árinu.
Hún fékk 672 FINA stig í 400 metra fjórsundi á IM50.
Jóna Helena eru hefur átt fast sæti sem liðsmaður í landsliði og unglingalandsliði Íslands á undanförum árum.
Taekwondoomaður Reykjanesbæjar 2010 - Steindór Sigurðsson
Steindór er einn efnilegasti íþróttamaður Taekwandodeildar Keflavíkur
Varð á árinu íslandsmeistari í léttari flokk unglinga í bardaga
Silfurverðlaun unglinga hærri belti á Bikarmót BS eftir mjög jafna keppni við sér reyndari keppendur.
Vélhjólaíþróttamaður Reykjanesbæjar 2010 – Aron Ómarsson
Íslandsmeistari í MX 1 motocross. Sigraði með fullt hús stiga og setti einnig nýtt stigamet annað árið í röð.
Það er í raun mjög einfalt að lýsa Aron sem íþróttamanni. Hann er langbestur í sínum flokki og flokkurinn sem hann keppir í er efsti og erfiðasti flokkurinn.
Íþróttamaður Reykjanesbæjar 2010 er Jóhann Rúnar Kristjánsson.