Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

„Íþróttamenn borða það sem þá langar til“
Þriðjudagur 26. desember 2017 kl. 06:00

„Íþróttamenn borða það sem þá langar til“

Síðustu leikir í Domino’s-deildum karla og kvenna í körfu fóru fram í síðustu viku og hefjast leikar aftur fljótlega eftir áramót. Leikmenn og þjálfarar fá nú tækifæri til þess að slípa leik sinn betur, gera vel við sig í mat og drykk yfir jólahátíðina en það er ekki þar með sagt að það sé komið jólafrí og æfingar eru enn í fullum gangi hjá liðunum. Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari karlaliðs Grindavíkur svaraði nokkrum laufléttum spurningum fyrir okkur.

Hvernig verða æfingarnar yfir jólahátíðina?
Bara eins og venjulega, gef frí allra helgustu dagana.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hver eru markmiðin á nýju ári?
Þau eru þau sömu og í haust, við ætlum okkur að keppa um það sem er í boði.

Hvernig er góður þjálfari?
Skipulagður, ákveðinn og sanngjarn.

Hvernig er stemningin í hópnum?
Mjög góð.

Hver er mesti sprelligosinn í liðinu?
Ólafur hefur haft mikla yfirburði hvað þetta varðar síðustu ár, en Jens og Dagur Kár gefa honum ekkert eftir þetta árið.

Hver er alltaf seinn/sein?
Enginn seinn en einn og einn of mikið á slaginu.

Hvað borða íþróttamenn yfir hátíðarnar?
Það sem þá langar til.

Fara íþróttamenn í kjólinn fyrir jólin?
Ekki hugmynd, sjálfsagt einhverjir.