Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Íþróttamenn ársins valdir
Þriðjudagur 29. desember 2009 kl. 09:01

Íþróttamenn ársins valdir


Íþróttamaður Keflavíkur verður útnefndur í kvöld kl 20 í hófi sem haldið verður í félagsheimili félagsins. Fær sá veglegan eignarbikar og myndarlegan farandbikar sem Samkaup gefur. Einnig verða útnefndir íþróttamenn deilda félagsins.

Á Gamlársdag kemur svo í ljós hver verður Íþróttamaður ársins í Reykjanesbæ en valið verður kunngjört við athöfn sem fram fer í íþróttahúsinu í Njarðvík kl. 13.
Við sama tækifæri verða útnefndir íþróttamenn ársins í hverri íþróttagrein, ásamt því að allir Íslandsmeistarar (sem eru rúmlega 200 þetta árið) í Reykjanesbæ árið 2009, fá viðurkenningu.

VFmynd - Frá vali á Íþróttamanni ársins í Reykjanesbæ á síðasta ári.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024