Íþróttamenn allra íþróttagreina í Reykjanesbæ - Myndir
Íslandsmeistaratitlar unnust í 13 íþróttagreinum
Í gær þann 31. desember, voru veitt verðlaun fyrir framaúrskarandi árangur í íþróttum í Reykjanesbæ fyrir árið 2014. Fjöldi einstaklinga sem urðu Íslandsmeistarar innan aðildarfélaga ÍRB á árinu voru 251. Íslandsmeistaratitlar unnust í 13 íþróttagreinum hjá 5 íþróttafélögum. Hjá Njarðvík áttu fjórar deildir Íslandsmeistara og hjá Keflavík áttu fimm deildir Íslandsmeistara.
Akstursíþróttafélagið, Nes og Golfklúbbur Suðurnesja eiga einnig Íslandsmeistara. Flestir urðu Íslandsmeistarar í körfuknattleik eða 115 einstaklingar, og í sundi urðu 56 einstaklingar Íslandsmeistarar. Körfuknattleiksdeild Keflavíkur átti flesta Íslandsmeistarana í ár, en nú urðu 80 einstaklingar Íslandsmeistarar.
Myndasafn frá athöfninni má sjá hér
Íþróttamenn íþróttagreina í Reykjanesbæ 2014
Akstursíþróttamaður Reykjanesbæjar 2014 – Svanur Vilhjálmsson
• Svanur er Íslandsmeistari í True street flokki (TS) og náði góðum árangri í öðrum keppnum.
o 2 sæti í fyrstu keppninni, 3 sæti í annarri keppni og vann svo þriðju keppnina og náði þar með Íslandsmeistaratitli.
Taekwondomaður Reykjanesbæjar 2014 –Ástrós Brynjarsdóttir
• Ástrós var sigursæl á árinu. Hún vann til 13 gullverðlauna og 2 silfurverðlauna og er Norðurlandameistari í bardaga.
• Ástrós vann 5 Íslandsmeistaratitla, 5 bikarmeistaratitla, hún fékk þrisvar sinnum viðurkenningu sem keppandi mótsins og keppti á tveimur heimsmeistaramótum.
• Ástrós var valin taekwondo kona Íslands árið 2014 og Íþróttakona Keflavíkur 2014 og er talin vera eitt mesta efnið í taekwondo heiminum.
Júdómaður Reykjanesbæjar 2014 - Birkir Freyr Guðbjartsson
• Birkir Freyr er Íslandsmeistari í U21-100 kg flokki. Hann vann til þriðju verðlauna á Norðurlandamótinu í -100 kg flokki og þriðju verðlauna á haustmóti Júdó sambands Íslands í +100 kg flokki. Birki er jafnframt júdómaður ársins hjá UMFN. (bróðir hans tók við verðlaunum)
Blakmaður Reykjanesbæjar 2014 – Einar Snorrason
• Einar er fastamaður í blakliði Keflavíkur, öflugur sóknarmaður og smassari.
• Einar hefur mikinn sprengi- og stökkkraft sem nýtist vel í hávörn og býr yfir kröftugum vinstri handlegg.
Fimleikamaður Reykjanesbæjar 2014 – Ingunn Eva Júlíusdóttir
• Ingunn Eva náði 1.sæti á þrepamóti í flokki 15 ára og eldri og er búin að vera í úrvalshóp Fimleikasambands Íslands.
• Hún náði mjög góðum árangri á árinu og er eini keppandi Fimleikadeildar Keflavíkur í alþjóðlegum reglum.
• Ingunn Eva var í úrvalshópi unglinga fyrir landsliðsverkefni.
Fimleikamaður Reykjanesbæjar 2014 – Lilja Björk Ólafsdóttir
• Lilja Björk náði mjög góðum árangri á árinu bæði hérlendis og erlendis. Hún varð Innanfélagsmeistari Fimleikadeildar Keflavíkur og Íslandsmeistari 14 ára og eldri í 1.þrepi. Þar sem hún sigraði á öllum áhöldum og í öðru sæti á Íslandsmóti unglinga í áhaldafimleikum.
• Lilja Björk keppti á Evrópumóti unglinga og Norðurlandamóti unglinga með landsliði Íslands og er í úrvalshópi fimleikasambands Íslands.
Þríþrautarmaður Reykjanesbæjar 2014 - : Jón Oddur Guðmundsson
• Jón Oddur var í 8 sæti í sínum aldursflokki í ½ ólympískri Þríþraut og 6 sæti í sínum aldursflokki í sprettþraut í Þríþraut.
• Hann tók þátt í ½ járnkarli í Kronborg á 4:50:07 sem er 6. besti tíminn á landinu.
Íþróttamaður fatlaðra í Reykjanesbæ 2014 – Már Gunnarsson
• Már er fimmfaldur Íslandsmeistari í sundi fatlaðra og hefur sett tvö Íslandsmet á í sundi í flokki S12 á sínum stutta keppnisferli.
• Már tók þátt í alþjóðlegu sundmóti Í Svíþjóð í febrúar og vann til 5 gullverðlauna.
Handboltamaður Reykjanesbæjar 2014 - Hreinn Óttar Guðlaugsson
• Hreinn Óttar spilar handbolta með 4. flokki og sýndi miklar framfarir.
• Hreinn Óttar er vinstrihandarskytta og góður varnarmaður.
• Hann er einn mikilvægasti leikmaður Handknattleiksdeildar Reykjanesbæjar.
Skotmaður Reykjanesbæjar 2014 - Theodór Kjartansson
• Theodór náði 1.sæti á Íslandsmóti í 300 metra riffill liggjandi og 2.sæti í liðakeppni á íslandsmótinu 300 metra riffill liggjandi og mjög góðum árangri í fleiri mótum.
• Hann er einn stofnenda Skotfélags Keflavíkur. Theodór hefur unnið mikið og gott starf fyrir deildina.
Hnefaleikamaður Reykjanesbæjar 2014 - Margrét Guðrún Svavarsdóttir
• Margrét Guðrún vann 1. sæti í alþjóðlegu ólympísku móti í Danmörku og gullverðlaun á HFK hnefaleikamóti.
• Hún fékk stigagjöf fyrir gullviðurkenningu í diploma. 2 stigagjafir fyrir silfurviðurkenningu í diploma og 24 stigagjafir fyrir bronsviðurkenningu í diploma hnefaleikum.
Knattspyrnumaður Reykjanesbæjar 2014 - Haraldur Freyr Guðmundsson
• Haraldur Freyr var besti leikmaður Meistaraflokks karla árið 2014 og fyrirliði liðsins.
• Hann spilaði sinn hundrað og fimmtugasta leik fyrir Keflavík í efstu deildinni.
• Haraldur spilaði sem atvinnumaður erlendis í 5 ár meðal annars með Álasund í Noregi og Apollon FC frá Kýpur. Haraldur hefur spilað með U-19 –U-21 og A-landsliði Íslands.
Sundmaður Reykjanesbæjar 2014 - Kristófer Sigurðsson
• Kristófer vann til samtals 11 Íslandsmeistaratitla á árinu. Hann er með 773 FINA stig.
• Kristófer og félagar hans í landsliðinu settu tvö Íslandsmet, í 4x100m skriðsundi boðsundi á HM25 í Doha.
• Kristófer á gildandi Íslandsmet í sex greinum.
Körfuknattleiksmaður Reykjanesbæjar 2014 – Elvar Már Friðriksson
• Elvar Már var besti leikmaður Njarðvíkur á tímabilinu og átti stóran þátt í að liðið komst í 4-liða úrslit. Elvar var valinn í A-landsliðið og tók þátt í öllum verkefnum þess,
• Elvar Már iðkar nám og körfuknattleik í Bandaríkjanna þar sem hann hefur staðið sig afburða vel. Hann spilar í 1. deild háskólaboltans.
• Elvar Már var valinn í árlegan Stjörnuleik Köruknattleikssambands Íslands þar sem bestu leikmenn landslins sýna listir sínar og í 5-manna úrvalslið á lokahófi KKÍ í maí 2014. Elvar var valinn íþróttakarl UMFN 2014. (systir hans tók við verðlaunum)
Kraftlyftingamaður Reykjanesbæjar 2014 - : Sindri Freyr Arnarsson
• Sindri Freyr vann samtals 4 Íslandsmeistaratitla á árinu og var bikarmeistari karla í kraftlyftingum 2014
• Hann er einnig Norðurlandameistari í kraftlyftingum í -74kg flokki. Sindri var augnabliki frá því að taka unglinga- og karlametið í réttstöðu upp á 220.5 kg.
Lyftingamaður Reykjanesbæjar 2014 – Emil Ragnar Ægisson
• Emil Ragnar varð Íslandsmeistari í snörun í Unglingaflokki -77kg flokki. Hann var í fjórða sæti á Norðurlandamóti unglinga. -77kg flokki og í fyrsta sæti á sumarmóti Lyftingasambands Íslands. -77kg flokki.
Hestaíþróttamaður Reykjanesbæjar 2014 - Jóhanna Margrét Snorradóttir
• Jóhanna Margrét náði góðum árangri á öllum þeim mótum sem hún tók þátt í sl.ár. Hún náði 1.sæti í fjórgangi á Framhaldsskóla-, Reykjavíkurmeistara-, Íþróttamóti Mána og Suðurlandamóti. Hún náði 2.sæti í slaktaumatölti á Íslandsmóti og 2.-4 sæti í fjórgangi á sama móti.
• Á Íslandsmóti fékk Jóhanna Margrét Fjöðrina, sem eru sérstök verðlaun veitt þeim sem sýna mjög góða reiðmennsku og prúðmannlega framkomu.
Kylfingur Reykjanesbæjar 2014 - Karen Guðnadóttir
• Karen vann Eimskipsmótaröð Golfsambands Íslands í Meistaraflokki. Hún er stigameistari Golfsambands Íslands í golfi kvenna. Þetta er mótaröð sem er samansafn af 6 mótum yfir sumarið.
• Karen er í æfingahóp Golfsambands Íslands. (Faðir Karena tók við verðlaunum)