Íþróttamaður Reykjanesbæjar krýndur á morgun
Íþróttamaður Reykjanesbæjar 2004 verður útnefndur í Íþróttamiðstöð Njarðvíkur kl. 13:00 á morgun, gamlársdag.
Við sama tækifæri verður öllum Íslandsmeisturum innan íþróttafélaga innan ÍRB árið 2004 veitt viðurkenning, en þeir hafa verið fjölmargir
Hátíðin er opin öllum bæjarbúum og eru allir hvattir til að mæta.
VF-mynd/Þorgils Jónsson: Örn Arnarson sundmaður var Íþróttamaður Reykjanesbæjar árið 2003