Íþróttamaður Reykjanesbæjar kjörinn á gamlársdag
				
				Íþróttamaður og íþróttamenn Reykjanesbæjar fyrir árið 2002 verða útnefndir í hófi á gamlársdag.  Útnefndur verður íþróttamaður hverrar íþróttagreinar ásamt því að veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í kjöri til íþróttamanns Reykjanesbæjar 2002.  Að venju verða allir Íslandsmeistarar Reykjanesbæjar á árinu sem er að líða heiðraðir.  Þeim verður afhentur verðlaunapeningur með áletrun um meistaratignina.  Dagskrá hefst í  Íþróttahúsinu í Njarðvík Kl. 13:00, 31. desember 2002.  Hátíðin er opin öllum bæjarbúum.
Örn Ævar Hjartarson er núverandi íþróttamaður Reykjanesbæjar.
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			Örn Ævar Hjartarson er núverandi íþróttamaður Reykjanesbæjar.



 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				