Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Íþróttamaður ársins í Reykjanesbæ
Þriðjudagur 28. desember 2010 kl. 11:15

Íþróttamaður ársins í Reykjanesbæ

Íþróttamaður ársins í Reykjanesbæ verður útnefndur 31. desember 2010. Athöfnin fer fram í Íþróttahúsinu í Njarðvík og hefst kl. 13:00. Við sama tækifæri verða útnefndir íþróttamenn ársins í hverri íþróttagrein, ásamt því að allir Íslandsmeistarar í Reykjanesbæ árið 2010, fá viðurkenningu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Íþróttamaður Keflavíkur verður útnefndur í hófi þann 28. desember 2010 klukkan 20:00 í félagsheimili félagsins að Sunnubraut 34. Fær sá veglegan eignarbikar og myndarlegan farandbikar sem Samkaup gefur. Einnig verða útnefndir íþróttamenn deilda félagsins. Iðkendur, félagsmenn og aðrir velunnarar félagsins eru hvattir til að mæta.

VF-Mynd/pket - Árni Már Árnason, sundmaður var kjörinn íþróttamaður Reykjanesbæjar í fyrra.