Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Íþróttahúsið í Keflavík verður Toyotahöllin
Föstudagur 29. febrúar 2008 kl. 17:39

Íþróttahúsið í Keflavík verður Toyotahöllin

Íþróttahúsið í Keflavík, sem oft hefur verið uppnefnt Sláturhúsið, fék nýtt nafn í dag. Körfuknattleiksdeild Keflavíkur samdi við Ævar Ingólfsson í Toyotasalnum í Reykjanesbæ um að nafnið verði héðan í frá Toyotahöllin í Keflavík.

Samningurinn er til loka árs 2010 og felur í sér myndarlegan fjárstuðning Toyota í Reykjanesbæ, til deildarinnar sem Birgir Bragason, formaður körfuknattleiksdeildarinnar, segir skipta sköpum í rekstrinum.

Mynd: Ævar og Birgir handsala samninginn. VF-mynd/Þorgils.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024