Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Íþróttafélög spretta upp í Reykjanesbæ
Frisbígolffélag Reykjanesbæjar hefur sótt um félagsaðild að ÍRB. VF-mynd: JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 30. apríl 2021 kl. 10:31

Íþróttafélög spretta upp í Reykjanesbæ

Það er mikill uppgangur í íþróttastarfi Reykjanesbæjar þessa dagana. Í frétt frá Íþróttabandalagi Reykjanesbæjar kemur fram að stjórninni hafi borist þrjár nýjar félagsumsóknir en Borðtennisfélag Reykjaness, Júdófélag Reykjanesbæjar og Frisbígolffélag Reykjanesbæjar hafa öll sótt um aðild að ÍRB. Þá kemur einnig fram að nýlega hafi verið samþykkt félagsumsókn Reykjanes Bolti, eða RB United, sem er knattspyrnufélag í fjórðu deild.
Íþróttabandalagið er einnig að vinna í að finna fólk til að koma á fót frjálsíþróttafélagi og til að endurvekja Siglingafélagið Knörr. Líf og gróska í íþróttalífinu í Reykjanesbæ.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024