Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Íþróttaárið 2014: Stærsta lyftingamót Íslandssögunnar markverðast á árinu
Sindri vann til verðlauna á mótinu sem haldið var á hans heimavelli. Mynd/Eyþór Sæm.
Þriðjudagur 6. janúar 2015 kl. 06:19

Íþróttaárið 2014: Stærsta lyftingamót Íslandssögunnar markverðast á árinu

Sindri Freyr Arnarson fer yfir íþróttaárið 2014

Kraftlyftingakappinn Sindri Freyr Arnarson átti góðu gengi að fagna á árinu 2014. Að hans mati var Norðurlandamót í kraftlyftingum, sem haldið var í Njarðvík, það eftirminnilegasta sem gerðist í heimi íþróttanna á Suðurnesjum á árinu. Að hans mati eru fjölmargar greinar að gera góða hluti, þá sérstaklega þær sem ekki flokkast undir svokallaðar boltaíþróttir.

Hvað stóð upp úr á íþróttaárinu 2014 á Suðurnesjum?
Norðurlandamót í kraftlyftingum sem var haldið í Njarðvík. Þetta var stærsta mót sem hefur verið haldið á Íslandi í kraftlyftingum. Það er gaman að sjá árangurinn nú í ár jafnt og í fyrra hjá öllum íþróttadeildum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hver voru vonbrigði ársins að þínu mati?
Einu vonbrigðin sem ég varð sérstaklega fyrir er að hafa misst gripið þegar ég reyndi við 220,5kg í réttstöðu sem hefði gefið mér íslandsmet í -74kg opnum flokki. En eins og Stefán Spjóti segir „hvað er að þegar ekkert er að.“

Hvaða íþróttamaður/kona skaraði framúr á árinu?
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Emil R. Ægisson fóru á Norðurlandamót í lyftingum. Emil sló íslandsmet í snörun með 107kg og Sara náði 3.s æti í sterkum flokki og hún er einnig á heimsmælikvarða í Crossfit.
Ástrós Brynjarsdottir í Taekwondo, Sóley Þrastardóttir í Júdó.

Einhverjar íþróttagreinar sem komu sterkar inn á þessu ári?
Kraftlyftingar, júdó, ólympískar lyftingar, taekwondo og sundið. Innan þessara deilda er íþróttafólk sem gerði góða hluti á Norðurlanda- og Íslandsmeistaramótum.

Hvernig sérðu íþróttafólk af Suðurnesjum standa sig á næsta ári?
Það verður mikið að gera hjá okkur í kraftlyftingunum og mörg mót framundan. Ég er sjálfur byrjaður í fullum undirbúningi fyrir árið 2015. Ég held að júdó- og taekwondodeildin sé einnig rétt að byrja með góðan árangur og það verða eflaust bætingar þar jafnt og í öllum öðrum íþróttagreinum.