Íþróttaárið 2014: Ferð ÍRB liða til Qatar
Erla Dögg Haraldsdóttir gerir upp íþróttaárið
Sundkonan Erla Dögg Haraldsdóttir segir að ferð ÍRB liðanna Kristófers Sigurðssonar og Sunnevu Daggar Friðriksdóttur til Qatar, hafi staðið upp úr á íþróttaárinu á Suðurnesjum. Að hennar mati er helstu vonbrigði ársins þau að Keflvíkingar töpuðu úrslitaleiknum í bikarnum í fótboltanum.
Hvað stóð upp úr á íþróttaárinu 2014 á Suðurnesjum?
Það að eiga keppandur á Heimsmeistaramóti í Sundi finnst mér standa uppúr en Kristófer Sigurðsson og Sunneva Dögg Friðriksdóttir voru ein af þeim sem kepptu fyrir hönd Íslands á Heimsmeistaramóti í 25m laug í Doha, Qatar fyrr í mánuðnum. Þau æfa bæði með ÍRB sem er einning að standa sig frábærlega sem lið.
Hver voru vonbrigði ársins að þínu mati?
Það var rosalega leiðinlegt að Keflavík tapaði Bikarúrslitaleiknum á móti KR í fótboltanum, en hinsvegar frábært hjá þeim að komast í úrslitin.
Hvaða íþróttamaður/kona skaraði framúr á árinu?
Kristófer Sigurðsson.
Einhverjar íþróttagreinar sem komu sterkar inn á þessu ári?
Mér finnst 3N þríþrautadeild Njarðvíkur vera standa sig frábærlega þau héldu meðal annars stærsta götuhjólreiðarmót á Íslandi á árinu.
Hvernig sérðu íþróttafólk af Suðurnesjum standa sig á næsta ári?
Ég held að íþróttafólk ad Suðurnesjum haldi áfram að blómstra og standi sig vel á næsta ári. Það eru frábærar aðstæður fyrir flest alla íþróttaiðkun hérna á Suðurnesjum svo ef áhugi og dugnaður er til staðar þá getur allt gerst.