Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Íþróttaárið 2014: Ánægjulegt þegar byggt er upp á heimamönnum
Föstudagur 2. janúar 2015 kl. 16:00

Íþróttaárið 2014: Ánægjulegt þegar byggt er upp á heimamönnum

Margrét Albertsdóttir knattspyrnukona úr Grindavík

Margrét Albertsdóttir knattspyrnukona úr Grindavík segir það einkar ánægjulegt að sjá lið á Suðurnesjum skipuð uppöldum heimamönnum. Hún segir vonbrigði ársins hafa verið þau að Grindvíkingum gekk ekki betur í úrslitakeppni karla í körfu og í fótbolta kvenna.

Hvað stóð upp úr á íþróttaárinu 2013 á Suðurnesjum?
Mér fannst gaman að sjá hvernig unga fólkið hefur verið að stimpla sig inn. Það er alltaf ánægjulegt að sjá þegar lið eru byggð upp á uppöldum heimamönnum, til þess þarf að vera gott yngriflokka starf sem hefur greinilega skilað sér í ár.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hver voru vonbrigði ársins að þínu mati?
Ætli vonbrigði ársins hafi ekki verið tapið hjá Grindavíkurliðinu í körfunni í úrslitakeppninni gegn KR. Mestu vonbrigði ársins fyrir mig persónulega voru þó að lenda í þriðja sæti í riðlinum okkar í fyrra og missa af sæti í efstu deild.

Hvaða íþróttamaður/kona skaraði framúr á árinu?
Það er mikið af flottu íþróttafólki hérna á Suðurnesjum en ef ég þyrfti að velja einn mann eða konu þá á Elvar Már Friðriksson titilinn skilið fyrir sinn árangur í ár.

Einhverjar íþróttagreinar sem komu sterkar inn á þessu ári?
Ég held að sundið, judo og taekwondo haldi áfram að koma sterkt inn á þessu ári eins og það hefur verið mikil gróska síðustu ár í því. Ég trúi líka ekki öðru en að fótboltinn hérna á Suðurnesjum fari aftur að stimpla sig inn ofar í töfluna.

Hvernig sérðu íþróttafólk af Suðurnesjum standa sig árið 2015?
Ég spái því að íþróttaárið 2015 muni vera enn betra fyrir íþróttafólk á Suðurnesjum. Við eigum mikið af flottu íþróttafólki hérna á Suðurnesjunum og það er alltaf að bætast í hópinn. Samkeppnin verður alltaf meiri og gæði íþróttarinnar einnig og tel ég að Suðurnesjamenn nái að halda vel í við þær kröfur.