Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Íþróttaárið 2013: Sorglega nálægt efstu deild
Grindvíkingurinn Ingibjörg Yrsa valdi fótboltann fram yfir körfuna.
Laugardagur 4. janúar 2014 kl. 08:14

Íþróttaárið 2013: Sorglega nálægt efstu deild

Ingibjörg Yrsa fer yfir íþróttaárið 2013

Grindvíkingurinn Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir sagði skilið við körfuboltann árið 2013. Ingibjörg sem er 19 ára hefur leikið með yngri landsliðum Íslands bæði í körfunni og fótbolta, en í ár ákvað hún að einbeita sér frekar að fótboltanum. Þar áttu Grindvíkingar góðu gengi að fagna þrátt fyrir að ná ekki að vinna sér sæti í efstu deild. Víkurfréttir fengu Ingibjörgu til þessa að skima yfir íþróttaárið 2013.

Hvað stóð upp úr á íþróttaárinu 2013 á Suðurnesjum?

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Það sem stóð upp úr að mínu mati sem uppöldum Grindvíking er án efa þegar meistaraflokkur karla varð Íslandsmeistari í körfunni annað árið í röð.

Hver voru vonbrigði ársins að þínu mati?

Það voru mikil vonbrigði bæði fyrir meistaraflokk karla og kvenna í Grindavík að komast ekki upp í úrvalsdeild í fótboltanum þar sem bæði lið voru sorglega nálægt því.

Hvaða íþróttamaður/kona skaraði framúr á árinu?

Það er auðvitað rosalega mikið af flottu íþróttafólki hérna á Suðurnesjum en þau sem ég tók helst eftir voru þau Arnór Ingvi, leikmaður Keflavíkur sem var valinn efnilegasti leikmaður Pepsi deildar karla, Elvar Már leikmaður Njarðvíkur og Sara Rún leikmaður Keflavíkur sem voru valin bestu ungu leikmenn Domino´s deildarinnar í ár.

Einhverjar íþróttagreinar sem komu sterkar inn á þessu ári?

Taekwondo deildin í Keflavík hefur komið sterk inn á undanförnum árum en einnig er Helgi Jónas að gera góða hluti með Metabolic hérna á Suðurnesjum.

Hvernig sérðu íþróttafólk af Suðurnesjum standa sig á næsta ári?

Það er nokkuð ljóst að körfuboltaliðin frá Suðurnesjum muni berjast um Íslandsmeistaratitlana í ár en við erum ekki jafn vel stödd í fótboltanum, en ég sé þó fram á bættan árangur þar. Eins og ég nefndi þá eigum við mikið af ungu og efnilegu íþróttafólki og það verður mjög skemmtilegt að fylgjast með fyrr nefndum leikmönnum og hvernig þeir eiga eftir að standa sig á erlendri grundu.