Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Íþróttaárið 2013: Heimkoma Kristjáns ánægjuleg
Mánudagur 6. janúar 2014 kl. 16:01

Íþróttaárið 2013: Heimkoma Kristjáns ánægjuleg

Elvar og Arnór gætu náð langt í framtíðinni

Keflvíkingurinn Árni Jóhannsson starfar sem íþróttafréttamaður hjá Vísi. Hann er því eins og gefur að skilja mikill áhugamaður um hinar ýmsu íþróttir. Hann telur að komandi ár verði gott hjá íþróttafólki á Suðurnesjum og jafnvel megi eiga von á góðum árangri frá því Suðurnesjafólki sem stundar íþróttir sínar á erlendri grundu. Árni fór yfir íþróttaárið 2013 á Suðurnesjum.
 

Hvað stóð upp úr á íþróttaárinu 2012 á Suðurnesjum?

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Titlarnir sem Grindavík og Keflavík unnu í körfuboltanum. Heimkoma Kristjáns Guðmundssonar í fótboltanum er líka eitthvað sem ég persónulega var mjög ánægður með.

Hver voru vonbrigði ársins að þínu mati?

Tvenn vonbrigði að mínu mati á þessu ári. Annars vegar hvað Keflavík þurfti langan tíma til að tryggja veru sína í Pepsi deildinni og hins vegar að engin úrslitakeppni hafi verið í utandeildinni í ár. Þar hefði geimsteinn íþróttakórónu Suðurnesja, FC Keppnis, fengið að skína skærast.

Hvaða íþróttamaður/kona skaraði framúr á árinu?

Ég ætla að gefa Elvari Má Friðrikssyni körfuknattleiksmanni og Arnóri Ingva Traustasyni knattspyrnumanni þann heiður að hafa skarað framúr á árinu 2013. Þeir eru að sjá ávöxt erfiðis undanfarinna ára með því að komast út fyrir landsteinana til að stunda sínar íþróttir og gætum við séð þá fara langt á næstu árum.

Einhverjar íþróttagreinar sem komu sterkar inn á þessu ári?

Það er gaman að sjá að karlkyns körfuboltaliðin af Suðurnesjunum eru í efri hluta töflunnar núna fyrir áramót og vænti ég þess að þau verði öll með heimaleikjarétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

Hvernig sérðu íþróttafólk af Suðurnesjum standa sig á næsta ári?

Eins og alltaf mun íþróttafólk af Suðurnesjunum standa sig mjög vel. Taekwondo iðkendur héðan virðast ná toppárangri ár eftir ár og sundfólkið okkar hefur einnig staðið sig vel í mörg ár. Ég mun mest fylgjast með boltaíþróttunum og eru nú nokkrir drengir farnir eða á leiðinni í víking bæði austur og vestur um haf til að spila körfuknattleik og fótbolta og verður gaman að fylgjast með því hvernig þeim gengur. Að sjálfsögðu fer mest fyrir boltanum hérna heima fyrir hjá mér en spennandi tímar eru framundan í þeim efnum hjá öllum liðum.