Íþróttaárið 2011: Mikil gróska í bardagaíþróttum
Guðmundur Stefán Gunnarsson er þjálfari hjá ungri júdódeild UMFN sem ört hefur farið vaxandi. Guðmundur svaraði nokkrum spurningum um árið 2011 í íþróttunum.
Hvað finnst þér standa upp úr í íþróttalífinu á Suðurnesjunum árið 2011?
Það sem stendur upp úr er gróskan og titlar sem hafa unnist á sviði bardagaíþrótta. Júdódeildin hefur verið að hala inn Íslandsmeistaratitlum í barna og unglingaflokkum í Brazilian jiujitsu. Einnig unnum við til tvennra gullverðlauna á sterkasta móti Ísland í Uppgjafarglímu (Mjölnir Open). Í júdó hefur aðeins einn þáttakandi tekið þátt í Íslandsmóti en hann vann þó til silfurverðlauna. Júdodeildin eignaðist líka tvo fjórðungsmeistara í glímu á haustmánuðum. Taekwondodeild Keflavíkur og Júdódeild Njarðvíkur eru núna orðnar fjölmennari en flestar deildir á landinu.
Hver voru vonbrigði ársins að þínu mati?
Vonbrigði ársins var slakt gengi Suðurnesjaliðana í boltaíþróttum.
Hvaða íþróttamaður/kona skaraði framúr á árinu?
Björn Lúkas Haraldsson hefur gert það virkilega gott í ár með Grindavík og Njarðvík í næstum öllum þeim bardagaíþróttum sem stundaðar eru á íslandi. Bæði í unglingaflokki og í fullorðinsflokki.
Einhverjar íþróttageinar sem komu sterkar inn á þessu ári?
Flestir titlarnir sem unnist hafa í ár koma frá Taekwondodeild Keflavíkur og Júdódeild Njarðvíkur. Júdódeildin var stofnuð 2010 og fór í gang í janúar 2011 núna eru um 100 iðkenndur í deildinni 14 fullorðnir og 86 börn á aldrinum 3-16.
Hvernig sérðu íþróttafólk af Suðurnesjum standa sig á næsta ári?
Ég held að karfan í Njarðvík eigi eftir að taka kipp með ungu og efnilegu liði sem hefur sýnt það að þeir eru til alls líklegir. Björn Lúkas á eftir að koma sterkur inn og líklega tekur hann flesta þá titla sem hann gerir tilkall til. Júdófólkið á eftir að koma verulega á óvart og gæti unnið til stórra afreka strax á næsta ári.
Á efri myndinni má sjá Guðmund með verðlaunagrip fyrir júdómann ársins í Reykjanesbæ sem hann tók við fyrir hönd Björns Lúkasar sem er einmitt á neðri myndinni