Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Íþróttaárið 2011: Einvígi Keflvíkinga og Njarðvíkinga góð auglýsing
Þriðjudagur 3. janúar 2012 kl. 09:38

Íþróttaárið 2011: Einvígi Keflvíkinga og Njarðvíkinga góð auglýsing

Steindóri Gunnarssyni sundþjálfara hjá ÍRB og þríþrautarkappa, fannst einvígi Keflvíkinga og Njarðvíkinga í kvennakörfunni vera hápunktur íþróttaársins 2011 hér á Suðurnesjum ásamt árangri Erlu Daggar á HM í sundi.

Hvað finnst þér standa upp úr í íþróttalífinu á Suðurnesjunum árið 2011?

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Úrslitaleikirnir í körfu á íslandsmótinu hjá meistaraflokki kvenna milli Keflvíkinga og Njarðvíkinga. Þeir voru frábær skemmtun, frábær árangur sem náðist og góð auglýsing fyrir sveitafélagið.“

Hver voru vonbrigði ársins að þínu mati?

„Að ekkert Suðurnesjalið skyldi hampa íslandsmeistaratitlinum í meistaraflokki karla í körfu.“

Hvaða íþróttamaður/kona skaraði framúr á árinu?

„Árangur Erlu Daggar Haraldsdóttur á HM í sundi, 17. sæti.“

Einhverjar íþróttageinar sem komu sterkar inn á þessu ári?

„Það hefur verið gaman að fylgjast með uppganginum í Júdódeild Njarðvíkur og Taikwondodeild Keflavíkur, Lyftingadeild Massa, ásamt  gróskunni í þríþrautardeild UMFN.“

Hvernig sérðu íþróttafólk af Suðurnesjum standa sig á næsta ári?

„Íþróttafólk af Suðurnesjum mun halda áfram að vera með þeim bestu á landinu, en gaman væri að sjá einhver sem myndi sem myndi leggja allt í sölurnar til að verða íþróttamaður ársins á Íslandi. Ungir og upprennandi sundmenn eru á leiðinni ásamt öðrum ungum efnilegum hóp íþróttamanna og vonandi geta þeir tekið þennan titli á næstu árum.“