Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Íþróttaárið 2010 - Vantaði stóran titil þetta árið
Laugardagur 1. janúar 2011 kl. 12:20

Íþróttaárið 2010 - Vantaði stóran titil þetta árið

Örvar Kristjánsson tók á dögunum við ungu og efnilegu liði Fjölnismanna í Iceland Express deldinni í körfuknattleik. Áður hafði hann verið aðstoðarþjálfari hjá Njarðvík og þjálfað yngri flokka félagsins. Örvar hefur verið viðloðinn yngri landsliðin í körfuboltanum og virðist vera að gera fína hluti með Fjölnismenn.



Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hvað finnst þér standa upp úr í íþróttalifinu á Suðurnesjunum árið 2010?

Klárlega sú staðreynd að fimm leikmenn og þjálfari af Suðurnesjunum urðu Norðurlandameistarar með U16 ára liðinu í körfuknattleik í vor. Krakkarnir hjá Nes standa sig líka alltaf frábærlega vel. Annars vantaði „stóran“ titil í körfunni þetta árið eins og er vanalega á Suðurnesjunum.

Hvernig var árið 2010 hjá þér?

Gríðarlega sáttur með árið, kveð yngri flokka starf UMFN með miklum söknuði en er kominn í spennandi og frábært starf hjá Fjölni. Ferðin á HM í körfuknattleik í Istanbul er þó hápunktur ársins hjá mér, ógleymanleg upplifun.



Hvert er stefnan tekin árið 2011?

Markmiðin er þau að halda áfram að bæta mig sem þjálfara og standa mig vel með Fjölni. Hef sjaldan verið jafn spenntur og fyrir nýja árinu og þetta verður krefjandi og gríðarlega skemmtilegt. Til yngri iðkendanna minna hjá UMFN (96 & 97 pjakkar) sendi ég mínar bestu kveðjur fyrir nýja árinu, þetta eru frábærir drengir sem var æðislegt að vinna með. Að lokum hvet ég fólk til þess að versla flugelda af hetjunum okkar hjá Björgunarsveitunum og fara varlega um áramótin.