Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Íþróttaárið 2010 - Frekar slæmt ár fyrir íþróttir á Suðurnesjunum
Laugardagur 1. janúar 2011 kl. 13:37

Íþróttaárið 2010 - Frekar slæmt ár fyrir íþróttir á Suðurnesjunum

Þorleifur Ólafsson er einn af máttarstólpum Grindvíkinga í meistaraflokk karla í körfuknattleik. Hann hefur leikið 18 A-Landsleiki fyrir Íslands hönd en meiðsli hafa hrjáð hann á yfirstandandi tímabili. Þorleifur ætlar sér að ná fyrri heilsu og hjálpa Grindvíkingum í baráttunni árið 2011.

Hvað finnst þér standa upp úr í íþróttalifinu á Suðurnesjunum árið 2010?


Eftir að Snæfell vann allt í körfunni og Grindavík og Keflavík gerðu í buxurnar í fótboltanum þá tel ég þetta vera frekar slæmt ár fyrir íþróttirnar á Suðurnesjunum. Ég fylgist ekki mikið með öðrum íþróttum þannig að ég get ekkert sagt mikið um þær.

Hvað stóð uppúr hjá þér árið 2010?

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Til að nefna eitthvað þá hefur það komið skemmtilega á óvart hvernig við í Grindavík höfum byrjað tímabilið eftir miklar breytingar.

Hvert er stefnan tekin árið 2011?


Markmiðin mín eru að taka þátt í því að gera Grindavík betri í körfunni svo við getum gert alvöru atlögu að Íslandsmeistaratitlinum.
Persónulega þá skiptir máli að ég nái mér af meiðslum svo ég get spilað af fullum krafti. Það er ekkert annað sem kemst að hjá mér þessa daganna.