Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Íþróttaárið 2010 - Áhugaverður árangur yngri flokka Njarðvíkur
Sunnudagur 2. janúar 2011 kl. 11:51

Íþróttaárið 2010 - Áhugaverður árangur yngri flokka Njarðvíkur

Kristinn Örn Agnarsson er 27 ára knattspyrnumaður úr Njarðvík en hann skrifaði undir nýjan tveggja ára samning við félagið á dögunum. Kristinn hefur leikið samtals 239 leiki og skorað 25 mörk í öllum keppnum fyrir Njarðvíkinga en ferill hans með meistaraflokki hófst árið 1999. Kristni fannst yngri flokkar Njarðvíkur í körfuboltanum hafa átt gott ár en hann var ekki jafn sáttur við árangur Njarðvíkinga í fótboltanum árið 2010.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hvað finnst þér standa upp úr í íþróttalifinu á Suðurnesjunum árið 2010?

Suðurnesin eru þekkt fyrir að vera mikið íþróttasvæði og hér er frambærilegt íþróttafólk á hverju strái í flestum greinum. Ef ég á að nefna eitthvað sem stendur uppúr árið 2010 þá finnst mér áhugavert að sjá enn og aftur hvað Njarðvík á marga íslandsmeistara í yngri flokkum í körfubolta. Ef ég man rétt þá komu allavega titlar í hús úr 10 og 11 flokk drengja. Þó svo að meistarflokkarnir hafi kannski ekki verið að gera gott mót á árinu þá er gott að vita til þess að vel sé haldið utan um yngri flokkana því það mun skila sér.
Mér finnst líka alveg magnað afrek hjá Massa (kraftlyfingadeild UMFN) að landa íslandsmeistaratitlinum í liðkeppni kraftlyftinga. Þeir voru að keppa við kanónur í bransanum eins og Auðunn Jónsson o.fl.

Hvernig metur þú árið 2010 hjá þér?

Fótboltalega var árið 2010 ekkert sérstakt fyrir okkur Njarðvíkinga og mig persónulega. Eins og oft áður stilltum við upp frekar ungu liði í 1.deild og féllum í 2.deild. Með smá heppni hefðum við alveg eins getað verið um miðja deild en margir leikir töpuðust með minnsta mögulega mun og var oft mjög svekkjandi. Kjarni liðsins er og hefur verið uppaldir Njarðvíkingar og ég er mjög stoltur af því. Ég vil líka nefna aðstöðuna og umgjörðina sem við knattspyrnumenn í Njarðvík búum við, en hún er algjörlega fyrsta flokks. Á árinu var t.d byggð áhorfendastúka við völlinn. Núna höfum stórt æfingasvæði, Reykjaneshöllina, lyftingasal, topp þjálfara, áhorfendastúku of.l. Í raun hefur Njarðvík allt til þess að verða klúbbur í úrvalsdeildarklassa.

Hver eru markmið þín á næsta ári í sambandi við fótboltann?

Markmið knattspyrnunnar í Njarðvík fyrir árið 2011 er einfalt. Njarðvík ætlar upp í 1 deild aftur. Liðið hefur vissulega orðið fyrir blóðtöku núna, en nýlega hafa 3 uppaldir Njarðvíkingar samið við lið í úrvalsdeildinni og þeir gætu orðið fleiri. Einhver uppstokkun mun eiga sér stað og nýjir menn koma inn sem fá tækifæri.