Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Íþróttaárið 2010 -  Magurt ár í íþróttasögu Suðurnesja
Föstudagur 31. desember 2010 kl. 11:17

Íþróttaárið 2010 - Magurt ár í íþróttasögu Suðurnesja

Teit Örlygsson þarf vart að kynna fyrir íþróttaunnendum enda einn sigursælasti körfuknattleiksmaður Íslandssögunnar. Þjálfaraferill Teits hefur einnig farið vel af stað en Teitur landaði bikarmeistaratitli með Stjörnunni árið 2009. Teitur ætlar sér að koma Stjörnumönnum í röð þeirra bestu á komandi ári en honum þótti íþróttaárið 2010 á Suðurnesjum ekki uppá marga fiska.

Hvað finnst þér standa upp úr í íþróttalifinu á Suðurnesjunum árið 2010?                                                         
það er ekki mikið sem ég get sagt um Suðurnesin og íþróttaárangur á árinu 2010. Efst í mínum huga eru vonbrigði með fótboltann. 2010 er að mínu mati magurt ár í íþróttasögu Suðurnesja.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hvernig var árið 2010 hjá þér?

Varðandi hvað snýr að mér á árinu 2010 þá vorum við Stjörnumenn enn að leita að leiðum til að skipa okkur í hóp þeirra bestu. Erum ennþá miðlungslið eins og sérfræðingarnir spáðu fyrir tímabilið og eigum nokkuð í land til komast í hóp liðanna í toppbaráttunni, sérstaklega eftir að önnur lið styrktu sig með erlendum leikmönnum.

Markmið þín á komandi ári?

Okkar markmið á nýju ári eru þau sömu og þegar tímabilið hófst, að tryggja okkur örugglega inn í úrslitakeppnina og komast í gegnum 8 liða úrslit í fyrsta skiptið. Ef það tekst er allt mögulegt. Óska öllum velfarnaðar á nýju ári og takk fyrir liðin ár.